Það er ekki hægt að sökkva dýpra Hildur Dís Jónsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sýnt mikið sjálfstæði og ákveðni í gegnum tíðina, við erum framarlega í mannréttindum og almennt eru það forréttindi að fá að alast upp og búa hér á landi. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur og ber að hafa það í huga. Hollt er að vera í stanslausri sjálfskoðun og þróun að bættu samfélagi. Ýmislegt látum við hins vegar yfir okkur ganga. Miðað við atburði síðustu ára er alveg ótrúlegt hversu lítil ólgan hefur verið í samfélaginu í raun og veru, fólk er tilbúið að „kvarta" og finna lausnir hvert í sínu horni en svo þegar kemur að mótmælum og samstöðu þá er sami hópurinn vart sýnilegur. Sjálf tilheyri ég þeim hópi. Eru þetta kannski Íslendingar í hnotskurn? Nú standa umræður um forsetakosningar sem hæst. Á sama tíma kemur fram í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á borgarráðsfundi að um 24-30 leiðbeinendum sem unnið hafa í félagsmiðstöðvum eldri borgara hafi verið sagt upp störfum og að ekki muni verða ráðnir starfsmenn í þeirra stað. Reykjavíkurborg er hér með að „gjöreyða" félagsstarfi eldri borgara á 15 starfsstöðvum. Mjög pent. Tillögunni var ýtt í gegn á meðan aðrar umræður eru í brennidepli. Hefur tillagan verið samþykkt af velferðarráði, borgarstjórn eða borgarráði? Hálft starfsgildi verður fyrir hverja félagsmiðstöð og reyna á að fá Rauða krossinn og/eða hjúkrunarheimilin til að manna restina með sjálfboðastarfi. Hvað er verið að tala um? Það sér það hver heilvita maður að þetta getur alls ekki gengið upp. Niðurskurðurinn á hjúkrunarheimilum borgarinnar er nú þegar orðinn það mikill að ég efast stórlega um að þar sé hægt að fá mannskap í sjálfboðastarf til að manna stöður, þó að þar vinni frábært fólk sem má þola mikið álag dag hvern og sé alltaf tilbúið að leggja fram sína aðstoð og þjónustulund. Hvert mun þessi hópur leita? Hvert getur hann leitað? Er búið að hugsa málið til enda? Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir eru þetta hreinlega fáránlegar aðgerðir sem skreyttar eru með hugtökum sem „flott" er að nota nú á dögum þegar þarf að afgreiða flókin mál, má þar nefna hugtök eins og „sjálfbærni" og „valdefli", hugtök sem hinn almenni borgari skilur hugsanlega ekki til hlítar, því þau eru notuð í svo víðu samhengi og við öll tilefni sem gefast, en allt lítur þetta rosalega vel út á pappír. Að mínu mati getur borgin hreinlega ekki sokkið dýpra, þetta eru kerfisbundnar aðgerðir í átt að verulegri félagslegri einangrun og ekkert annað, þessar aðgerðir munu hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Svo ekki sé minnst á fjölskyldur þeirra sem sótt hafa félagstarfið, áhyggjur þeirra af ástvinum og ættingjum munu stóraukast. Eldri borgarar hafa unnið fyrir sér frá unga aldri, margir hverjir ef ekki allir mun erfiðari störf en þekkjast í dag. Þau hafa borgað sína skatta og gjöld. Hvenær mun vera komið nóg? Af minni reynslu þá finn ég það að félagsstarf eldri borgara gefur þeim sem það sækja mikið, eldmóð, tilhlökkun, hamingju og lífsfyllingu. Sá hópur sem er virkur í félagsstarfinu nýtur þess tvímælalaust. Það fer ekki á milli mála að þetta starf er nauðsynlegt og er hluti af lífi þúsunda einstaklinga. Kominn er tími til að við hugsum um hvað Reykjavíkurborg er að gera. Hefur sameining leikskóla sýnt að þær aðgerðir skili þeim sparnaði sem sameiningin átti að færa? Sameina á heimili fyrir fatlaða núna á næstu misserum, hvað hefur það í för með sér? Talað hefur verið um sameiningu grunnskóla. Áður en við vitum af verður allt sameinað í sparnaðarskyni, en myndar það samstöðu í samfélaginu? Kominn er tími á að ekki aðeins það góða hjá borginni rati í fjölmiðla og að sparnaðaraðgerðir verði ekki þaggaðar niður. Hvernig væri að borgarstjórn myndi hætta að tala um það hverjir fara í jómfrúarflug og hverjir ekki og fari að sinna sínu starfi af alvöru?
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun