Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar 29. júní 2012 16:00 Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar