Reyndar hetjur snúi aftur Ingimar Einarsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í Borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum hefði átt að skila sér í öflugra starfi og hæfara fólki en raunin hefur orðið á. Fólk trúði því að hinir 27 nýju þingmenn á Alþingi myndu blása lífi í störf þingsins og bæta vinnustaðamenningu þessarar fornfrægu stofnunar. Hin unga sveit þingmanna hefur hins vegar breytt þinghaldinu, með hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agndofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Á sama tíma lesum við í dagblöðunum lærðar greinar um samfélagsleg málefni eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur þingskónum fyrir nokkru. Meðal þessara einstaklinga eru Sighvatur Björgvinsson, Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson, svo fáeinir séu nefndir. Hin unga kynslóð bregst þó ekki við þessum skrifum, því annað hvort les hún ekki blöðin eða telur sig vanmegnuga til að etja kappi við slíka garpa. Síðari ágiskunin virðist sennilegri því þess háttar greinar verða ekki skrifaðar nema á grunni áratuga reynslu og mikillar þekkingar. Vinnustaðurinn Alþingi hefur einfaldlega brugðist í því hlutverki sínu að skila hinum sögulega arfi til hinnar ungu kynslóðar þingmanna sem nú á sæti á þjóðarsamkomunni. Úr þessu verður trauðla bætt nema hinar reynslumiklu hetjur snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið, og í framtíðinni verði tryggt að meira jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum vettvangi en nú er.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar