Af hverju ESB-aðild? Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun