Skólaforeldrar í aðalhlutverki Margrét V. Helgadóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar