Hvatning til kennara Ragnar Halldórsson skrifar 4. september 2012 06:00 Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun