Aukið öryggi á norðlægum slóðum Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar 4. september 2012 06:00 Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar brottfarar varnarliðsins samþykkti fastaráð NATO að komið yrði á reglulegri loftrýmisgæslu umhverfis Ísland, enda stefna bandalagsins að öll aðildarríki þess njóti eftirlits. Íslensk stjórnvöld hafa því á umliðnum árum tekið upp virkt grannríkjasamstarf við okkar helstu nágrannaríki, ekki síst Norðurlöndin og samstarfið við ESB á sviði öryggismála hefur aukist hröðum skrefum. Í annan stað er megintilgangur loftrýmisgæslunnar að viðhalda þekkingu og vitund aðildarríkja bandalagsins á aðstæðum á Íslandi svo þau geti brugðist skjótt og skilvirkt við þurfi Ísland á aðstoð flugsveita bandalagsins að halda. Að endingu er svo tilgangur loftrýmisgæslunnar sá að á Íslandi fyrirfinnist sú þekking og reynsla sem þarf til að taka á móti erlendum flugsveitum. Fyrir rúmum þremur árum afhenti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, utanríkisráðherrum Norðurlandanna skýrslu um norrænt utanríkis- og varnarmálasamstarf. Í henni voru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi. Tillagan um samnorrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Slíkt fyrirkomulag gæti verið upphafið að þróun, sem hefði í för með sér að Norðurlöndin tækju smám saman að sér stærra hlutverk varðandi eftirlit á norrænu loftrými. Ýmislegt bendir til að samnorræn loftrýmisgæsla sé að líta dagsins ljós. Varnarmálaráðherra Finnlands, Carl Hagelund, ræddi nýverið við sænska varnarmálaráðherrann, Karin Enström, um þátttöku þeirra í eftirliti innan íslensku lofthelginnar. Haglund sagði að út frá sjónarhóli Finnlands væri það mikilvægt að Svíar tækju einnig þátt í eftirlitinu. Finnsk stjórnvöld telja að þátttaka í loftrýmisgæslu á Íslandi muni dýpka og styrkja norrænt samstarf. Í þessu sambandi er athyglisvert að bæði Finnland og Svíþjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en tækju þátt í varnarsamstarfinu á grundvelli norrænnar samvinnu. Loftrýmisgæsla yfir Íslandi gæti samtvinnað hagsmuni Norðurlanda, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns samstarfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utanríkis-, öryggis- og varnarsamstarf ESB er í stöðugri þróun. Íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga Íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norðurlanda á sviði öryggismála mun uppfylla það tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlantshafsbandalagsins í öryggismálum á norðlægum slóðum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun