Frönsk barnalög tryggja mannréttindi François Scheefer skrifar 5. september 2012 06:00 Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun