Að finnast lífið vera ævintýri Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 5. september 2012 06:00 Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun