Staðan í dag Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun