Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Hope Knútsson skrifar 6. september 2012 06:00 Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun