Börn og lestur – mikilvægi foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir skrifar 8. september 2012 06:00 Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar