Össur fastur í ESB-horninu Björn Bjarnason skrifar 26. september 2012 05:00 Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun