Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar