Sáttmáli um nýjan spítala Ingimar Einarsson skrifar 1. október 2012 00:01 Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun