Eru allir öryrkjar fatlaðir? Helga Björk Grétudóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun