Kjör og nám kennara Björgvin G. Sigurðsson skrifar 12. október 2012 00:00 Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun