Hvað er klám og hvar drögum við mörkin? Guðbjartur Hannesson skrifar 13. október 2012 06:00 Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk? Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað? Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin. Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga? Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk? Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað? Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin. Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga? Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun