Fær barnið þitt hollan og góðan skólamat? Bryndís Jónsdóttir og Rósa Steingrímsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs miðvikudaginn 24. október síðastliðinn var kynnt skýrsla starfshóps sem skoðaði meðal annars rekstur mötuneyta í grunnskólum og leikskólum Reykjavíkurborgar. Margt er gott í þessari skýrslu. Til dæmis má nefna nokkuð nákvæma greiningu á matarkostnaði og samanburð á ýmsum valkostum í rekstri mötuneyta. Auk þess var útbúinn þjónustustaðall þar sem meðal annars kemur fram hvernig ber að fara eftir ráðleggingum Landlæknisembættis um máltíðir í skólum og leikskólum. Fjármagnið dugar ekki fyrir rétt samsettum skólamáltíðumNokkrar áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem ástæða er til að skoða nánar. Í skýrslu starfshópsins er tekinn saman matseðill sem uppfyllir manneldismarkmið og hráefniskostnaður reiknaður út frá honum. Kostnaður við máltíð á hvert barn á dag er þar áætlaður á verðbilinu 315–388 krónur. Hins vegar gerði fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2012, ráð fyrir mun lægri upphæð eða kr. 221 á dag fyrir grunnskólabarn og kr. 274 á dag fyrir leikskólabarn. Í leikskólum þarf upphæðin að duga fyrir þremur máltíðum á dag auk ávaxtastundar en einni máltíð í grunnskólum. Það er verulegt áhyggjuefni hve miklu munar á úthlutuðu fjármagni til matarkaupa og útreiknuðum hráefniskostnaði samkvæmt viðmiðunarmatseðli sem uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættis. Sé tekið tillit til að ekki hefur verið veitt sérstaklega fjármagn til hráefniskaupa fyrir leikskólastarfsfólk, sem matast með börnunum og að mögulega á eftir að verðbæta áætlaðan kostnað frá þeim tölum sem fram koma í skýrslunni, þá vantar jafnvel enn meira upp á að fjárhagsúthlutun dugi fyrir rétt samsettum matseðli á báðum skólastigum. Lögin tryggja réttindi barnaÍ grunnskólalögum er kveðið á um að matur í skólum skuli vera í samræmi við manneldismarkmið. Landlæknisembættið, fyrrum Lýðheilsustöð, hefur tekið saman ráðleggingar um mataræði með það að markmiði að koma í veg fyrir skort á næringarefnum, stuðla að jafnvægi á milli næringarefna, heilbrigðri líkamsþyngd og heilsusamlegu líferni. Úrræði skólanna eru takmörkuð Þessi munur á kostnaði vegna rétt samsettra máltíða og raunverulegu framlagi til hráefniskaupa býður upp á vangaveltur um það hvort börn séu annaðhvort ekki að fá nóg að borða eða verið sé að bjóða þeim í of miklum mæli upp á máltíðir sem innihalda til dæmis ódýr kolvetni (pasta, spaghettí og hrísgrjón), fisk- og kjötbollur sem innihalda að mestu mjöl, innmat og svo framvegis á kostnað dýrari valkosta á borð við kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Sé það ekki raunin, er þá það sem upp á vantar tekið af öðrum rekstrarliðum? Er þá verið að rýra þjónustu við börn á öðrum sviðum? Eða fara skólar fram úr fjárhagsáætlun til að fjármagna matarinnkaup? Ljóst er að þetta reikningsdæmi gengur að minnsta kosti ekki upp. Tryggja þarf fé fyrir rétt samsettum skólamáltíðumÍ ljósi þess að flest leikskólabörn og yngstu grunnskólabörnin eru a.m.k. 8 tíma á dag í skólanum, þá þurfa þau að fá 70% af orku- og næringarefnaþörf líkamans í gegnum máltíðir sem skólinn veitir samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins. Sömu ráðleggingar kveða á um að skólamáltíð í grunnskóla ásamt morgunbita á nestistíma ætti að veita um þriðjung orku- og næringarefnaþarfar barna og unglinga. Það er sérstaklega mikilvægt að skólum og leikskólum sé tryggt nægt fjármagn til þess að geta boðið upp á heilsusamlegar og rétt samsettar máltíðir sem uppfylla næringarþarfir barna og unglinga. Við hvetjum Reykjavíkurborg til að tryggja næga fjármuni til hráefniskaupa og foreldra til að fylgjast með hvort þeirra leik- eða grunnskóli hafi nægt fjármagn til að bjóða upp á rétt samsettar máltíðir. Umrædda skýrslu má finna á heimasíðum samtaka leik- og grunnskólaforeldra, www.bornin okkar.is og www.samfok.is.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar