Viðbótarskattur á velgengni Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu. Tillögur þessa nýja ráðuneytis virðast hins vegar nánast alfarið felast í hækkun skatta, nýjum sköttum og að finna upp nýjar aðferðir við skattheimtu og innheimtu leyfisgjalda. Þetta er að sjálfsögðu hvorki gott fyrir atvinnuvegina né nýsköpun. Það sem ætti að auki að valda fólki áhyggjum, og er tilefni þessara skrifa, er sú hugarfarsbreyting, að gangi atvinnugrein vel myndist tækifæri til að skattleggja hana sérstaklega. Afleit þróun Í umræðum á Alþingi nýlega sagði Steingrímur að það væri rétt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 7% í 25,5%. Ferðaþjónustan gengi vel og myndi þola þessa hækkun. Þetta hefur hann einnig gert í umræðum um álagningu sérstaks gjalds á sjávarútveginn og var ræða Steingríms í síðasta mánuði á fundi LÍÚ með þessum formerkjum. Hann sagði framlegð sjávarútvegsins hafa batnað, greinin stæði styrkum fótum og væri mjólkurkýr okkar. Sams konar ástæður hafa verið bornar á borð þegar rætt hefur verið um álagningu gistináttaskatts og hækkun vörugjalda á bílaleigubíla. Þetta er afleit þróun. Farin er sú leið að ráðast á heilu atvinnuvegina og skattleggja þá sérstaklega af því að þeir ganga svo vel, þeir séu búnir að „slíta barnsskónum", séu í vexti eða standi styrkum stoðum. Þarna lætur ríkið sér ekki nægja að njóta hækkandi skatttekna þegar vel gengur heldur seilist dýpra í vasa fyrirtækjanna þegar vel árar. Engin áform eru um léttari byrðar þegar illa árar. Hæpin forsenda fyrir hækkun Ferðaþjónustan er ágætt dæmi. Áætlað er að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna skili tæpum 3,5 milljörðum á ársgrundvelli. Skatthlutfallið yrði með þessu eitt það hæsta í heiminum á ferðaþjónustu og hefur bein áhrif á samkeppnishæfni Íslands í ferðaheiminum. Steingrímur færir fyrir því rök að þetta séu fjármunir sem munu koma í kassann, að því gefnu að eftirspurn eftir ferðaþjónustu minnki ekki þó að skatturinn hækki, og að þeir komi nánast alfarið úr vasa viðskiptavinarins. Þetta er hæpin forsenda svo ekki sé meira sagt. Auðvitað er líklegast að stór hluti af þessum viðbótarskatti komi úr vasa þeirra sem reka rútur, tjaldstæði og hótel á Íslandi. Skilaboðin til þeirra, og allra sem mögulega vilja fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi, eru skýr: Við ætlum að rukka þig um skatt og álögur eins og hægt er og þegar þér fer að ganga vel og þú getur staðið undir aukinni skattheimtu, tökum við enn meira af þér. Eru slík skilaboð til þess fallin að fjárfesting aukist og fleiri atvinnugreinar dafni? Nei. Eru þau til þess fallin að auka nýsköpun? Nei, ekki heldur. Skilaboðin eru sérstaklega slæm því þau gefa til kynna að ríkið telji sig eiga sterkara tilkall til þeirra fjármuna sem myndast í atvinnugreininni þegar vel gengur. Fjárfestar vita að árferðið er stundum hagstætt og að stundum árar verr, en einnig að oftar en ekki eru það góðu árin sem bera uppi fjárfestinguna. Atvinnurekendur hafa því ekki endilega sérstaka burði til að borga hærri skatta þótt vel gangi á einhverjum tímapunkti. Þessi stefna vinstriflokka í skattheimtu er fyrirboði um að minni líkur séu á því að vænlegt verði að fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi. Skilaboðin skýr Ákveðnir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna tala stundum eins og þeir skilji að þetta sé röng leið. Magnús Orri Schram gaf á dögunum út bók sem fjallar m.a. um nauðsyn þess að nýsköpun á Íslandi aukist. Össur Skarphéðinsson notaði heila grein til að tryggja að lesendur Morgunblaðsins áttuðu sig á því að það væri hann sem hefði staðið að lækkun kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu á Íslandi og að koma Bens Stiller til Íslands væri honum að þakka. Formannsefni Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir að ríkisvaldið eigi að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun svo traustari stoðir verði til fyrir velferðarútgjöld okkar. Það er stórundarlegt að þessir menn skuli láta sér það í léttu rúmi liggja að ríkisstjórnin sem þeir styðja þyngi skattbyrði atvinnugreinar ef hún gengur vel. Skilaboðin frá ríkisstjórninni eru skýr. Það er hreint og beint hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og sýna fram á vöxt, því að um leið og það gerist sjá ráðherrar möguleika á frekari skattahækkunum. Þessi hugsun mun ekki flýta fyrir endurreisn í atvinnumálum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu. Tillögur þessa nýja ráðuneytis virðast hins vegar nánast alfarið felast í hækkun skatta, nýjum sköttum og að finna upp nýjar aðferðir við skattheimtu og innheimtu leyfisgjalda. Þetta er að sjálfsögðu hvorki gott fyrir atvinnuvegina né nýsköpun. Það sem ætti að auki að valda fólki áhyggjum, og er tilefni þessara skrifa, er sú hugarfarsbreyting, að gangi atvinnugrein vel myndist tækifæri til að skattleggja hana sérstaklega. Afleit þróun Í umræðum á Alþingi nýlega sagði Steingrímur að það væri rétt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 7% í 25,5%. Ferðaþjónustan gengi vel og myndi þola þessa hækkun. Þetta hefur hann einnig gert í umræðum um álagningu sérstaks gjalds á sjávarútveginn og var ræða Steingríms í síðasta mánuði á fundi LÍÚ með þessum formerkjum. Hann sagði framlegð sjávarútvegsins hafa batnað, greinin stæði styrkum fótum og væri mjólkurkýr okkar. Sams konar ástæður hafa verið bornar á borð þegar rætt hefur verið um álagningu gistináttaskatts og hækkun vörugjalda á bílaleigubíla. Þetta er afleit þróun. Farin er sú leið að ráðast á heilu atvinnuvegina og skattleggja þá sérstaklega af því að þeir ganga svo vel, þeir séu búnir að „slíta barnsskónum", séu í vexti eða standi styrkum stoðum. Þarna lætur ríkið sér ekki nægja að njóta hækkandi skatttekna þegar vel gengur heldur seilist dýpra í vasa fyrirtækjanna þegar vel árar. Engin áform eru um léttari byrðar þegar illa árar. Hæpin forsenda fyrir hækkun Ferðaþjónustan er ágætt dæmi. Áætlað er að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna skili tæpum 3,5 milljörðum á ársgrundvelli. Skatthlutfallið yrði með þessu eitt það hæsta í heiminum á ferðaþjónustu og hefur bein áhrif á samkeppnishæfni Íslands í ferðaheiminum. Steingrímur færir fyrir því rök að þetta séu fjármunir sem munu koma í kassann, að því gefnu að eftirspurn eftir ferðaþjónustu minnki ekki þó að skatturinn hækki, og að þeir komi nánast alfarið úr vasa viðskiptavinarins. Þetta er hæpin forsenda svo ekki sé meira sagt. Auðvitað er líklegast að stór hluti af þessum viðbótarskatti komi úr vasa þeirra sem reka rútur, tjaldstæði og hótel á Íslandi. Skilaboðin til þeirra, og allra sem mögulega vilja fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi, eru skýr: Við ætlum að rukka þig um skatt og álögur eins og hægt er og þegar þér fer að ganga vel og þú getur staðið undir aukinni skattheimtu, tökum við enn meira af þér. Eru slík skilaboð til þess fallin að fjárfesting aukist og fleiri atvinnugreinar dafni? Nei. Eru þau til þess fallin að auka nýsköpun? Nei, ekki heldur. Skilaboðin eru sérstaklega slæm því þau gefa til kynna að ríkið telji sig eiga sterkara tilkall til þeirra fjármuna sem myndast í atvinnugreininni þegar vel gengur. Fjárfestar vita að árferðið er stundum hagstætt og að stundum árar verr, en einnig að oftar en ekki eru það góðu árin sem bera uppi fjárfestinguna. Atvinnurekendur hafa því ekki endilega sérstaka burði til að borga hærri skatta þótt vel gangi á einhverjum tímapunkti. Þessi stefna vinstriflokka í skattheimtu er fyrirboði um að minni líkur séu á því að vænlegt verði að fjárfesta í atvinnustarfsemi á Íslandi. Skilaboðin skýr Ákveðnir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna tala stundum eins og þeir skilji að þetta sé röng leið. Magnús Orri Schram gaf á dögunum út bók sem fjallar m.a. um nauðsyn þess að nýsköpun á Íslandi aukist. Össur Skarphéðinsson notaði heila grein til að tryggja að lesendur Morgunblaðsins áttuðu sig á því að það væri hann sem hefði staðið að lækkun kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu á Íslandi og að koma Bens Stiller til Íslands væri honum að þakka. Formannsefni Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, segir að ríkisvaldið eigi að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpun svo traustari stoðir verði til fyrir velferðarútgjöld okkar. Það er stórundarlegt að þessir menn skuli láta sér það í léttu rúmi liggja að ríkisstjórnin sem þeir styðja þyngi skattbyrði atvinnugreinar ef hún gengur vel. Skilaboðin frá ríkisstjórninni eru skýr. Það er hreint og beint hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og sýna fram á vöxt, því að um leið og það gerist sjá ráðherrar möguleika á frekari skattahækkunum. Þessi hugsun mun ekki flýta fyrir endurreisn í atvinnumálum á Íslandi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar