Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun