Atvinnuleitendur eru ekki allir eins Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun