Opnað eftir hádegi Ásmundur Ásmundsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi?
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun