Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun