Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar 1. desember 2012 08:00 Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun