Jólin og stress Teitur Guðmundsson skrifar 4. desember 2012 06:00 Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þessi tími þykir mér einn sá skemmtilegasti á árinu, enda er ég svo heppinn að eiga nær eingöngu góðar minningar um hann. Ég á afmæli í lok nóvember og svo tekur við aðventan, undirbúningur fyrir jólin almennt, skreytingar með jólaljósum, jólalög, jólahlaðborð og samvera með vinum, starfsfélögum og fjölskyldu. Jólin sjálf með öllu sem þeim tilheyrir, góðum mat, spilamennsku og gjöfum að sjálfsögðu sem búið er að hafa ánægju af að velja, gefa og svo auðvitað þiggja. Þá á dóttir mín afmæli þann 27. desember svo við erum alltaf með 3ja í jólum í okkar fjölskyldu, stutt er svo í áramótin sem aftur er tími gleði og fagnaðar í hópi vina og fjölskyldu með tilheyrandi sprengingum og litagleði á himni. Þetta er frábær skemmtun og vildi maður stundum óska þess að þessi tími væri lengri og kæmi oftar. Ég þekki marga sem eru miklu meiri jólabörn en ég og gangast upp í því að bæta um betur ár frá ári bæði hvað varðar skreytingar og svo margt annað. Ég þekki líka þá sem gefa mikið af sér og hugsa um náungann, lifa í raun samkvæmt orðatiltækinu að „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þau vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta.Getum öll gefið af okkur Öll getum við gefið af okkur og skiptir ekki máli hversu mikið, hugurinn er það sem telur, enda er ekki markmiðið að það séu peningar eða verðmæti heldur að það komi að gagni og hafi einhverja þýðingu, bæði fyrir þann sem gefur eins og fyrir þann sem þiggur. Það er ekki markmiðið hér að vera með einhverja predikun, ég held bara að þú sem lest þessa grein vitir nákvæmlega um hvað ég er að tala og því þarfnist það lítillar útskýringar. Það merkilega er þó hversu erfiðlega okkur gengur að fara eftir þessum einföldu viðmiðum, þá myndast kvíði og vanlíðan. Hver þekkir ekki orðatiltækið jólastress? Öll höfum við fundið fyrir slíku á einhverjum tímapunkti, líklega má skýra það með þeim miklu væntingum sem fylgja jólunum og því að þau eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel, eða hvað? Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi!
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun