Af vísindalegri fáfræði um græðara Gunnlaugur Sigurðsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Sannarlega er öfundsvert það fólk sem nýtur blíðviðris og góðrar tíðar án þess að kvíða því vonda veðri og ótíð sem hlýtur að binda enda á sæluna fyrr eða síðar. Ég er ekki þannig en mér hefur samt tekist að draga talsvert úr kvíðanum fyrir verri tíð með markvissri viðleitni til að sætta mig við vont veður þegar það loksins brestur á og sjá fegurðina í austan hreti og hvassviðri jafnvel og fagna norðan nepjunni sem býður mín utandyra að morgni og fer köldum höndum sínum inn undir klæðin og frostrigningunni sem sleikir vanga minn eins og vingjarnlegur hundur sem hefur verið að lepja krapavatn. Þetta hefur tekist bærilega, kvíðinn er minni og árangurinn sá að ég nýt betur bæði góðviðris og lakari tíðar og er umfram allt orðinn mun mildari í dómum mínum um vont veður en áður og að því leyti sjálfur örlítið skárri í umgengni við mína nánustu og jafnvel fleiri. Því miður hefur mér þó ekki tekist að beita sömu aðferð með viðlíka árangri á margt annað sem, líkt og veðrið, getur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið nema misjafnt. Mér tekst ekki að gleðjast alveg kvíðalaust þegar rofar til í pólitíkinni stutta stund og efnahagsmálunum eða þegar einhvers staðar ríkir friður um sinn á þessari jörð eða blessað mannfólkið sem hana byggir virðist jafnvel ætla að taka alvarlega það hlutverk sitt að vera viti borin lífvera og axla af því ábyrgð samsvarandi. Og einmitt í þessu síðasta atriði sækir að mér sár kvíði yfir því að heimskingjar séu í skjóli myrkurs – og reyndar fyrir opnum tjöldum um hábjartan dag – að snúa sigrum mannsandans upp í andhverfu sína, svipað því þegar sigri réttlætisins yfir óréttlætinu var breytt í stæka kúgun í táknsögu George Orwell um "Félaga Napóleon" (Animal Farm) eða því, sem ekki þarf að útlista í skáldsögum, þegar fáviska er borin á borð í nafni vísinda í opinberri umræðu. Ég get ekki vanist því að sjá og heyra fólk spara sér það ómak að fjalla málefnalega um það sem er utan þess sérsviðs og útmála þar fáfræði sína af sannfæringarkrafti sem helst hæfir því geðþekka húsdýri okkar sem skrautlegt hreykir sér á óumdeildu yfirráðasvæði sínu, fjóshaugnum. Í sjónvarpinu á dögunum var læknir að ræða við þingmann um þá hugmynd að fela starfshópi að skoða skynsemina í því að sjúkratryggingar tækju til fleiri skilgreindra aðgerða gegn heilsubresti en þær nú gera. Fljótlega kom í ljós að læknirinn hafði ekki hundsvit á efni málsins, þeim skilgreindu öðrum valkostum í lækningum sem helst koma til greina í þessu sambandi og tilgreindar hafa verið á grundvelli fyrirliggjandi laga um græðara. Út af fyrir sig eru það ekki tíðindi þótt einhver hafi ekki þekkingu á því sem honum er þó umhugað um að hafa skoðun á. Enginn tekur nærri sér eða tekur á því sérstakt mark að verkfræðingur tali til dæmis gegn einhverju lagaákvæði um staðgöngumæður vegna þess að enginn telur að verkfræðikunnátta geri mann dómbæran um það efni umfram annað fólk. Læknirinn virtist hins vegar telja að hann hefði sakir kunnáttu sinnar í læknisfræði eitthvert vísindalegt umboð til að leggja dóm á gildi hómópatíu og annarra skilgreindra meðferðarúrræða sem sjúkratryggingarnar tækju hugsanlega til. Það er auðvitað hans einkamál, svo að segja, og eins þótt framganga hans svipi dálítið til þessa heimilisvinar mannanna um aldir á áðurnefndum haug. Hitt er áhyggjuefni að fólk kann að halda að hann viti eitthvað umfram aðra um þetta efni. Læknirinn kallar hómópatíu "gervivísindi" án þess sýnilega að þekkja eða skeyta hið minnsta um þá skýru kenningu sem hómópatía byggir á, þá vísindalegu aðferðafræði sem notuð er við þróun lyfjakosts hennar eða þá nákvæmu greiningu á einkennum viðkomandi sem ráða vali á því lyfi (kallað "remedía") sem beitt er í hverju tilviki. Hómópatía hefur samt þann meginkost að hver sem vill þekkja hana eða kýs að neyta hennar sem úrræðis við meinum sínum getur kynnt sér á hvaða forsendum hómópatinn velur tiltekna eða tilteknar remedíur til verksins. Einungis bjánar eða loddarar halda því fram að hómópatía sé töfralausn og einungis fávísir eða þeir sem reyna að spila upp á fávisku fólks fordæma hana sem "gervivísindi". Ég er ekki hómópati og ætla ekki að ráðleggja öðrum neitt á grundvelli þess sem ég hef þó um hana fræðst eða þeirrar reynslu sem ég kann að hafa af henni sem lækningakosti, mín reynsla er ekki merkilegri en reynsla annarra og sem vísindi er hómópatían öllum opin sem vilja kynna sér hana sjálfir. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að iðulega eigni fólk óverðskuldað þeirri meðferð sem það nýtur við kvillum sínum batann sem það kann að fá en gleymi því að margt sem okkur hrjáir heilsufarslega batnar "af sjálfu sér". Þetta á örugglega við um hómópatíu en líka um marga aðra meðferð. Það breytir ekki aðalatriði málsins, því að gera sér grein fyrir eðli þeirrar meðferðar sem beitt er og þeim forsendum sem verkan hennar er talin byggja á. Hómópatía felur í sér aðra nálgun við sjúkdóma en allópatía ("hefðbundnin" læknismeðferð) gerir og það er auðvitað engin ástæða til að krefjast þess að allópati sé kunnáttumaður um hómópatíu umfram aðra. Á hinn bóginn hlýtur að mega fara fram á að hann sýni þess merki í umfjöllun sinni um þau málefni sem hann hefur ekki sérstakt vit á að hann umberi þó öðrum það að deila með honum haugnum og næsta nágrenni hans þótt hver verði auðvitað að fá að hreykja sér í samræmi við sjálfsmynd sína. Það myndi draga úr kvíða fólks fyrir versnandi tíð og vekja okkur vonir um að þetta langdregna él í umræðumenningu þjóðarinnar muni einhvern tímann stytta upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sannarlega er öfundsvert það fólk sem nýtur blíðviðris og góðrar tíðar án þess að kvíða því vonda veðri og ótíð sem hlýtur að binda enda á sæluna fyrr eða síðar. Ég er ekki þannig en mér hefur samt tekist að draga talsvert úr kvíðanum fyrir verri tíð með markvissri viðleitni til að sætta mig við vont veður þegar það loksins brestur á og sjá fegurðina í austan hreti og hvassviðri jafnvel og fagna norðan nepjunni sem býður mín utandyra að morgni og fer köldum höndum sínum inn undir klæðin og frostrigningunni sem sleikir vanga minn eins og vingjarnlegur hundur sem hefur verið að lepja krapavatn. Þetta hefur tekist bærilega, kvíðinn er minni og árangurinn sá að ég nýt betur bæði góðviðris og lakari tíðar og er umfram allt orðinn mun mildari í dómum mínum um vont veður en áður og að því leyti sjálfur örlítið skárri í umgengni við mína nánustu og jafnvel fleiri. Því miður hefur mér þó ekki tekist að beita sömu aðferð með viðlíka árangri á margt annað sem, líkt og veðrið, getur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið nema misjafnt. Mér tekst ekki að gleðjast alveg kvíðalaust þegar rofar til í pólitíkinni stutta stund og efnahagsmálunum eða þegar einhvers staðar ríkir friður um sinn á þessari jörð eða blessað mannfólkið sem hana byggir virðist jafnvel ætla að taka alvarlega það hlutverk sitt að vera viti borin lífvera og axla af því ábyrgð samsvarandi. Og einmitt í þessu síðasta atriði sækir að mér sár kvíði yfir því að heimskingjar séu í skjóli myrkurs – og reyndar fyrir opnum tjöldum um hábjartan dag – að snúa sigrum mannsandans upp í andhverfu sína, svipað því þegar sigri réttlætisins yfir óréttlætinu var breytt í stæka kúgun í táknsögu George Orwell um "Félaga Napóleon" (Animal Farm) eða því, sem ekki þarf að útlista í skáldsögum, þegar fáviska er borin á borð í nafni vísinda í opinberri umræðu. Ég get ekki vanist því að sjá og heyra fólk spara sér það ómak að fjalla málefnalega um það sem er utan þess sérsviðs og útmála þar fáfræði sína af sannfæringarkrafti sem helst hæfir því geðþekka húsdýri okkar sem skrautlegt hreykir sér á óumdeildu yfirráðasvæði sínu, fjóshaugnum. Í sjónvarpinu á dögunum var læknir að ræða við þingmann um þá hugmynd að fela starfshópi að skoða skynsemina í því að sjúkratryggingar tækju til fleiri skilgreindra aðgerða gegn heilsubresti en þær nú gera. Fljótlega kom í ljós að læknirinn hafði ekki hundsvit á efni málsins, þeim skilgreindu öðrum valkostum í lækningum sem helst koma til greina í þessu sambandi og tilgreindar hafa verið á grundvelli fyrirliggjandi laga um græðara. Út af fyrir sig eru það ekki tíðindi þótt einhver hafi ekki þekkingu á því sem honum er þó umhugað um að hafa skoðun á. Enginn tekur nærri sér eða tekur á því sérstakt mark að verkfræðingur tali til dæmis gegn einhverju lagaákvæði um staðgöngumæður vegna þess að enginn telur að verkfræðikunnátta geri mann dómbæran um það efni umfram annað fólk. Læknirinn virtist hins vegar telja að hann hefði sakir kunnáttu sinnar í læknisfræði eitthvert vísindalegt umboð til að leggja dóm á gildi hómópatíu og annarra skilgreindra meðferðarúrræða sem sjúkratryggingarnar tækju hugsanlega til. Það er auðvitað hans einkamál, svo að segja, og eins þótt framganga hans svipi dálítið til þessa heimilisvinar mannanna um aldir á áðurnefndum haug. Hitt er áhyggjuefni að fólk kann að halda að hann viti eitthvað umfram aðra um þetta efni. Læknirinn kallar hómópatíu "gervivísindi" án þess sýnilega að þekkja eða skeyta hið minnsta um þá skýru kenningu sem hómópatía byggir á, þá vísindalegu aðferðafræði sem notuð er við þróun lyfjakosts hennar eða þá nákvæmu greiningu á einkennum viðkomandi sem ráða vali á því lyfi (kallað "remedía") sem beitt er í hverju tilviki. Hómópatía hefur samt þann meginkost að hver sem vill þekkja hana eða kýs að neyta hennar sem úrræðis við meinum sínum getur kynnt sér á hvaða forsendum hómópatinn velur tiltekna eða tilteknar remedíur til verksins. Einungis bjánar eða loddarar halda því fram að hómópatía sé töfralausn og einungis fávísir eða þeir sem reyna að spila upp á fávisku fólks fordæma hana sem "gervivísindi". Ég er ekki hómópati og ætla ekki að ráðleggja öðrum neitt á grundvelli þess sem ég hef þó um hana fræðst eða þeirrar reynslu sem ég kann að hafa af henni sem lækningakosti, mín reynsla er ekki merkilegri en reynsla annarra og sem vísindi er hómópatían öllum opin sem vilja kynna sér hana sjálfir. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að iðulega eigni fólk óverðskuldað þeirri meðferð sem það nýtur við kvillum sínum batann sem það kann að fá en gleymi því að margt sem okkur hrjáir heilsufarslega batnar "af sjálfu sér". Þetta á örugglega við um hómópatíu en líka um marga aðra meðferð. Það breytir ekki aðalatriði málsins, því að gera sér grein fyrir eðli þeirrar meðferðar sem beitt er og þeim forsendum sem verkan hennar er talin byggja á. Hómópatía felur í sér aðra nálgun við sjúkdóma en allópatía ("hefðbundnin" læknismeðferð) gerir og það er auðvitað engin ástæða til að krefjast þess að allópati sé kunnáttumaður um hómópatíu umfram aðra. Á hinn bóginn hlýtur að mega fara fram á að hann sýni þess merki í umfjöllun sinni um þau málefni sem hann hefur ekki sérstakt vit á að hann umberi þó öðrum það að deila með honum haugnum og næsta nágrenni hans þótt hver verði auðvitað að fá að hreykja sér í samræmi við sjálfsmynd sína. Það myndi draga úr kvíða fólks fyrir versnandi tíð og vekja okkur vonir um að þetta langdregna él í umræðumenningu þjóðarinnar muni einhvern tímann stytta upp.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun