Körfubolti

Axel endaði frábæran janúarmánuð á stórleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason (í miðju) með Hauki Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánsyni.
Axel Kárason (í miðju) með Hauki Pálssyni og Jóni Arnóri Stefánsyni. Mynd/Anton
Axel Kárason setti punktinn aftan við frábæran janúarmánuð með því að ná myndarlegri tvennu í öruggum heimasigri Værlöse á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Axel var með 18 stig og 16 fráköst í leiknum.

Axel fékk 29 framlagsstig fyrir frammistöðuna sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á þessu tímabili og þá vann Værlöse þær tæpu 32 mínútur sem hann spilaði með 29 stiga mun.

Axel hafði mest áður tekið 12 fráköst í einum leik í vetur og bætti sig því um heil fjögur fráköst. Axel var einnig með 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta og hann hitti úr 7 af 15 skotum sínum og báðum vítunum.

Adel spilaði sex leiki í janúar og var með 16,3 stig, 8,0 fráköst og 21,0 framlagsstig að meðaltali í leik. Hann nýtti 55 prósent þriggja stiga skota sinna og skoraði 2,8 þrista að meðaltali í leik. Værlöse vann fjóra af þessum sex leikjum og er í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×