Fótbolti

Messi klikkaði í lokin

Lionel Messi fékk frábært tækifæri til að tryggja Argentínu sigur í þunna loftinu í Bólivíu í nótt en besti knattspyrnumaður heims sýndi að hann er mannlegur og argentínska landsliðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli.

Lionel Messi var maðurinn á bak við öll þrjú mörk liðsins í 3-0 sigri á Venesúela (1 mark og 2 stoðsendingar) fyrir nokkrum dögum.

Messi átti reyndar þátt í marki Argentínu því hann fann bakvörðinn Clemente Rodriguez á kantinum sem átti síðan fyrirgjöf á Ever Banega sem skoraði með skalla og jafnaði þá metin í 1-1.

Messi fékk síðan algjört dauðafæri sex mínútum fyrir leikslok þegar hann komst inn í sendingu varnarmanna fyrir framan mitt markið, lék inn í teiginn og hafði nægan tíma til að skora framhjá markverðinum sem gerði hinsvegar vel í að verja.

Argentínumenn eru í góðum málum á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með 24 stig úr 11 leikjum.

Það er hægt að sjá dauðafæri Messi hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×