Fótbolti

60 þúsund hættu að reykja með Barca

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Xavi, Iniesta, Puyol og Valdes styðja reykingafólk á leið sinni til reyklauss lífsstíls.
Xavi, Iniesta, Puyol og Valdes styðja reykingafólk á leið sinni til reyklauss lífsstíls. Mynd/Heimasíða herferðarinnar
Herferð Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og knattspyrnuliðs Barcelona hefur orðið til þess að 60 þúsund manns hafa lagt sígarettuna á hilluna á þremur mánuðum.

Herferðin „Hættu að reykja með Barca" var kynnt í upphafi desember. Þar er leitast við að hjálpa reykingafólki að láta af ósiðnum með aðstoð leikmanna Barcelona. Meðferðin fer fram í fimm stigum þar sem smáforritið FCB ICoach sendir skilaboð til þátttakenda endurgjaldslaust.

Um sextíu þúsund manns höfðu hætt að reykja með aðstoð smáforritsins um miðjan mars. Skilaboðin eru send til þátttakenda í nafni stjarna Barcelonaliðsins. Fara fyrirliðarnir Xavi, Carles Puyol, Andrés Iniesta og Victor Valdes fremstir í flokki.

„Hættu að reykja með Barca" er hluti af enn stærri herferð Evrópusambandsins, „Fyrrverandi reykingafólk er óstöðvandi", sem styður 355 þúsund manns á leið sinni til reyklauss lífs.

Hægt er að skrá sig til leiks hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×