Körfubolti

Þrjú spor saumuð í höfuð Jakobs í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar að Sundsvall Dragons vann mikilvægan sigur í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Sundsvall hafði betur gegn Södertälje í fimmta leik liðanna um sænska meistaratitilinn, eins og lesa má um neðst í fréttinni.

Sundsvall þurfti á sigri að halda til að halda sér á lífi í seríunni og því leit það illa út þegar að Jakob Örn Sigurðsson þurfti að fara af velli í fyrsta leikhluta eftir að hafa fengið slæmt olnbogaskot.

Það blæddi illa úr skurðinum sem var við aðra augabrúnina. En læknarnir brugðust skjótt við og saumuðu þrjú spor til að stöðva blæðinguna.

Jakob sneri aftur inn á völlinn og skoraði 26 stig í frábærum sigri.

„Frábær leikur! Þakka læknateyminu sérstkalega fyrir að sauma Jakob saman á mettíma,“ skrifaði þjálfarinn Peter Öqvist á Twitter-síðu sína.


Tengdar fréttir

Sundsvall minnkaði muninn

Sundsvall Dragons náði að koma í veg fyrir að Södertälje Kings yrði sænskur meistari í körfubolta í dag með sigri í leik liðanna á heimavelli, 90-79.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×