Körfubolti

Grátlegt hjá Hlyni og Kobba

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlynur var á dögunum kjörinn besti leikmaður deildarinnar.
Hlynur var á dögunum kjörinn besti leikmaður deildarinnar.
Sundsvall Dragons beið í kvöld lægri hlut 109-104 gegn Södertäjle Kings í framlengdum leik í kvöld. Kóngarnir eru því sænskir meistarar.

Södertäjle leiddi 3-2 í einvígi liðanna fyrir leikinn í kvöld sem var æsispennandi frá upphafi til enda. Gestirnir frá Sundsvall með Jakob og Hlyn í broddi fylkingar leiddu 48-46 í hálfleik og höfðu sex stiga forystu fyrir lokafjórðunginn.

Heimamönnum tókst að knýja fram framlengingu en Jakob átti þriggja stiga skot á lokasekúndu venjulega leiktíma sem geigaði. Í framlengingunni höfðu heimamenn betur og lönduðu fimm stiga sigri.

Hlynur Bæringsson var nálægt þrennu í leiknum. Hann skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og átti átta stoðsendingar. Jakob skoraði 27 stig í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×