Fótbolti

Ronaldo búinn að skora 199 mörk fyrir Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í 4-3 sigri á Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi sem þýðir að kappann vantar aðeins eitt mark til að brjóta tvö hundruð marka múrinn.

Cristiano Ronaldo kom til Real Madrid sumarið 2009 og hefur síðan skorað 199 mörk í aðeins 196 leikjum þar af 145 mörk í 133 deildarleikjum og 35 mörk í 40 leikjum í Meistaradeildinni.

Cristiano Ronaldo er kominn upp í sjötta sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu Real Madrid og vantar 9 mörk til að jafna Hugo Sánchez (208 mörk). Fjórir efstu menn eru síðan Raúl 323 mörk (741 leikur), Alfredo Di Stéfano 305 (392), Carlos Santillana  289 (645) og Ferenc Puskás 242 (262).

Mörk Cristiano Ronaldo með Real eftir tímabilum:

2009-10 - 33 mörk í 35 leikjum

2010-11 - 53 mörk í 54 leikjum

2011-12 - 60 mörk í 55 leikjum

2012-13 - 53 mörk í 52 leikjum

Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×