Fótbolti

Messi frá næstu vikurnar | Ætti að ná El Clasico

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ekki óalgeng sjón, liðsfélagar að fagna Messi eftir mark hans gegn Almeria.
Ekki óalgeng sjón, liðsfélagar að fagna Messi eftir mark hans gegn Almeria. Mynd/AP images
Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims meiddist í 2-0 sigri Barcelona gegn Almeria í gærkvöldi. Skoðanir hafa leitt í ljós að um er að ræða meiðsli aftan á hægra læri og Messi verður frá næstu vikurnar.

Barcelona hefur unnið alla sjö leiki sína hingað til á tímabilinu og í þeim hefur Messi skorað ellefu mörk. Hann fer á meiðslalistann og er þar með landa sínum Javier Mascherano, Carlos Puyol og Jordi Alba.

Hann missir því af næsta leik Barcelona í Meistaradeildinni gegn Celtic í Glasgow. Barcelona hefur harma að hefna eftir að hafa tapað gegn Celtic á Celtic Park á síðasta tímabili. Það er þó búist við að Messi verði klár í stórleikinn gegn Real Madrid á Nou Camp í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×