Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun