Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar