Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun