Er óhróður DV falur? Ólafur Hauksson skrifar 4. janúar 2013 08:00 DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar. Hvers vegna? Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka. Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða? Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega? Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar