Keyrum þetta í gang Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar