Verðtryggingin ólögleg? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 18. febrúar 2013 06:00 "Framsóknarflokkurinn vill að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Afstaða Framsóknarflokksins er eindregið sú að ekkert geti réttlætt að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns.“ Þetta var meðal þess sem var samþykkt á flokksþingi framsóknarmanna sem fram fór helgina 8.–9. febrúar. Skilaboð fulltrúa á þinginu til þjóðarinnar eru ótvírætt þau að leita eigi áfram leiða til að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í efnahagshruninu. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa frá árinu 2009 lagt fram tillögur um leiðréttingar á lánum heimila og aðgerðir til afnáms verðtryggingar á neytendalánum. Því miður hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga og því búum við enn við óbreytt ástand. Verðtrygging húsnæðislána hefur lengi sætt mikilli gagnrýni. Eðlilega finnst mörgum undarlegt að þegar kaffi hækkar eða ríkisvaldið eykur álögur á bensín hækki húsnæðislánin þeirra. Margoft hefur verið bent á að verðtrygging sé ekki lögmál.Brot gegn neytendalögum En hvað gerist ef verðtrygging húsnæðislána verður dæmd ólögleg? Elvíra Mendez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, hefur fært fyrir því sannfærandi rök að verðtrygging brjóti gegn neytendalögum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi verði lántakandi að geta séð hvernig höfuðstóll lánsins muni þróast út lánstímann og í öðru lagi megi ekki breyta lánsupphæð eftir á. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um það hvort verðtrygging standist lög um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuréttar. Hafi Elvíra rétt fyrir sér og/eða ef Héraðsdómur dæmir Verkalýðsfélaginu í hag mun það að sjálfsögðu undirstrika réttlæti og mikilvægi þess að lán verði leiðrétt. Hvað sem því líður munu þingmenn Framsóknar halda áfram baráttunni fyrir leiðréttingu og afnámi verðtryggingar á nýjum neytendalánum þar sem fátt er jafn mikilvægt og að gera íslenskum fjölskyldum kleift að komast úr fjötrum skulda eins fljótt og frekast er unnt. Það að gera ekki neitt fyrir skuldsettar fjölskyldur getur varla verið valkostur því heimilin eru undirstaða alls efnahagslífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
"Framsóknarflokkurinn vill að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Afstaða Framsóknarflokksins er eindregið sú að ekkert geti réttlætt að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns.“ Þetta var meðal þess sem var samþykkt á flokksþingi framsóknarmanna sem fram fór helgina 8.–9. febrúar. Skilaboð fulltrúa á þinginu til þjóðarinnar eru ótvírætt þau að leita eigi áfram leiða til að leiðrétta verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í efnahagshruninu. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa frá árinu 2009 lagt fram tillögur um leiðréttingar á lánum heimila og aðgerðir til afnáms verðtryggingar á neytendalánum. Því miður hafa tillögurnar ekki náð fram að ganga og því búum við enn við óbreytt ástand. Verðtrygging húsnæðislána hefur lengi sætt mikilli gagnrýni. Eðlilega finnst mörgum undarlegt að þegar kaffi hækkar eða ríkisvaldið eykur álögur á bensín hækki húsnæðislánin þeirra. Margoft hefur verið bent á að verðtrygging sé ekki lögmál.Brot gegn neytendalögum En hvað gerist ef verðtrygging húsnæðislána verður dæmd ólögleg? Elvíra Mendez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, hefur fært fyrir því sannfærandi rök að verðtrygging brjóti gegn neytendalögum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi verði lántakandi að geta séð hvernig höfuðstóll lánsins muni þróast út lánstímann og í öðru lagi megi ekki breyta lánsupphæð eftir á. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um það hvort verðtrygging standist lög um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuréttar. Hafi Elvíra rétt fyrir sér og/eða ef Héraðsdómur dæmir Verkalýðsfélaginu í hag mun það að sjálfsögðu undirstrika réttlæti og mikilvægi þess að lán verði leiðrétt. Hvað sem því líður munu þingmenn Framsóknar halda áfram baráttunni fyrir leiðréttingu og afnámi verðtryggingar á nýjum neytendalánum þar sem fátt er jafn mikilvægt og að gera íslenskum fjölskyldum kleift að komast úr fjötrum skulda eins fljótt og frekast er unnt. Það að gera ekki neitt fyrir skuldsettar fjölskyldur getur varla verið valkostur því heimilin eru undirstaða alls efnahagslífsins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun