Öruggt dreifikerfi – líka á Suðurnesjum Þórður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun