Stríðið gegn fíkniefnum Mikael Torfason skrifar 7. mars 2013 06:00 Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun