Á súkkulaði treystum vér! Freyja Steingrímsdóttir skrifar 10. apríl 2013 06:00 Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Íslenska krónan Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru allir sammála um hvað gera þurfi í gjaldmiðilsmálum hérna á Íslandi. Flestir flokkar virðast þó stefna að því að endurskoða þau og íhuga jafnvel að kasta krónunni og taka upp utanaðkomandi gjaldmiðil. Sumir vilja skoða að taka upp Bandaríkjadalinn eða tengja krónuna við hann. Aðrir nefna að taka upp kanadísku lúnuna og enn aðrir horfa öfundaraugum til gjaldmiðla nágrannaþjóða okkar – Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þetta hefur gengið svo langt að nú tel ég fulla ástæðu til þess að spyrja: Hvers vegna ekki að taka upp Disney-dollarann? Já, ég held að gjaldmiðillinn sem notaður er í Disney-landi í Bandaríkjunum yrði jafnvel heppilegri gjaldmiðill en íslenska krónan. Það nota fleiri Disney dollarann daglega en íslensku krónuna og hann felur í sér meiri stöðugleika! Hvern langar ekki í gjaldmiðil sem skartar Mikka mús og setur traust sitt á súkkulaði? Ég bara spyr. Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hversu hjákátlegt það er að 300.000 manna þjóð notist við eigin gjaldmiðil. Trúverðugleiki krónunnar er enginn. Það er ekkert að krónunni – við þurfum bara stöðuga hagstjórn! Segja sumir. Því miður sýnir sagan okkur annað. Ef skoðað er hvernig íslensku krónunni hefur vegnað gagnvart þeirri dönsku frá aðskilnaði þeirra árið 1920 fær maður sjokk. Þá var ein íslensk króna jafngild einni danskri. Í dag þarf 2.200 upphaflegar íslenskar krónur til að kaupa eina danska (því tvö núll voru tekin aftan af íslensku krónunni á 9. áratugnum). Þótt ég elski súkkulaði og fyndist ægilega skemmtilegt að taka upp Disney-dollarann, þá er það ekki raunhæfur möguleiki. Það er ekki heldur raunhæfur möguleiki að taka upp Bandaríkjadalinn, kanadísku lúnuna – eða halda í íslensku krónuna. Eini raunhæfi möguleikinn er upptaka evrunnar. Sama þó að á evrusvæðinu hafi ekki verið eintómt gaman og kandífloss síðustu ár, frekar en á öðrum efnahagssvæðum. Að fá að búa við gjaldgengan, stöðugan gjaldmiðil er ein allra mikilvægasta búbót sem virðulegt löggjafarþing okkar gæti komið í kring á næstu árum. Ég vildi að evran þætti meira sexí, því hún er ansi hörð í horn að taka miðað við hremmingar síðustu ára. Já, hún hefur sætt áföllum, en þegar evran var tekin í notkun fyrir aðeins rúmum áratug síðan var hún töluvert lægri í verði en Bandaríkjadollarinn og helmingi lægri en pundið. Hún hefur styrkst gagnvart þessum gjaldmiðlum síðan og nú þarf um 1,3 dali til að kaupa eina evru. Auk þess er meirihluti inn- og útflutnings okkar til Evrópusambandsríkja. Það er bara heilbrigð skynsemi að taka upp þann gjaldmiðil sem við stundum stærstan hluta utanríkisviðskipta okkar í. Samfylkingin er með skýra stefnu þegar kemur að gjaldmiðilsmálum. Þó við bjóðum ekki upp á ótakmarkaðar birgðir af súkkulaði þá er okkur kappsmál að flytja stöðugleikann inn með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er eitt stærsta hagsmunamál heimila, fyrirtækja og ungs fólks til framtíðar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun