Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Bolli Héðinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar