Opin miðborg í andlitslyftingu Jakob Frímann Magnússon skrifar 21. maí 2013 09:30 Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun