Betri heilsa og léttara líf án tóbaks Kristján Þór Júlíusson skrifar 31. maí 2013 12:00 Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun