Verkaskipti Hannes Pétursson skrifar 13. júní 2013 06:00 Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilningi nýja forsætisráðherrans á stjórnskipun Íslands eru svonefnd fullveldismál hvorki hefðbundin utanríkismál né innanríkismál, heldur mynda þau nýjan málaflokk handa forsetanum (og þinginu svona meðfram). Þetta hefur í för með sér að hvalveiðar Íslendinga heyra nú beint undir forsetann, hvort heldur sem skotin eru smáhveli eða stórhveli og hvert á land sem afurðirnar rata. Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Jú, hvalveiðar eru fullveldismál, það leyndi sér ekki þegar utanríkisráðherrann nýi brást við frétt af hugsanlegu banni Hollendinga við því að hvalkjöti frá Kristjáni Loftssyni yrði umskipað í Rotterdam á leið þess til Japans. Hann sagði að Hollendingar hlytu „að virða rétt fullvalda þjóðar til þess að nýta auðlindir sínar“. Þannig falla hvalveiðar sem fullveldismál undir embætti Íslandsforseta. Það léttir ekki lítið á ráðuneytunum.Útflutningsbjástur En setjum sem svo að umskipun kjötsins í Rotterdam yrði bönnuð. Myndi það þá skerða rétt Íslendinga til hvalveiða eins og skilja mátti af orðum utanríkisráðherra? Nei, engan veginn. Þeir gætu drepið áfram jafn mörg stórhveli og þeim sýndist sæma. Kristján Loftsson yrði aftur á móti að finna sér aðra flutningsleið á hundafóðursmarkaðinn í Japan. Af hverju setur þessi auðmaður ekki upp loftbrú þangað með hráefnið? Manni skilst á honum að eftirspurnin sé gríðarleg, þótt aðrir segi að gamalt hrámeti frá Kristjáni liggi nú í haugum í japönskum frystigeymslum. Hvað á annars þetta útflutningsbjástur með óunnar hvalaafurðir að þýða eftir allt saman? Langar hilluraðir í öllum stórmörkuðum landsins svigna undan innfluttum hunda- og kattamat í fínum umbúðum. Úr því að Japanir búa til hundamat úr hvalkjöti héðan, hvers vegna gera Íslendingar það ekki sjálfir? Kristján Loftsson ætti að koma á laggir verksmiðju sem framleiddi bragðgott hundafóður úr langreyðunum sem hann lætur skjóta. Með slíkri verksmiðju ynnist einkum þrennt: mikill gjaldeyrissparnaður fyrir þjóðarbúið (allur innflutti hundamaturinn hlýtur að kosta sitt), talsverð atvinnubót og í þriðja lagi gætu þeir í Rotterdam ekki lengur brugðið fæti fyrir Kristján. Offramleiðslan fengi síðan bætur jafnharðan á urðunarstað. Enginn þarf að efast um að jafn pósitífur maður og Íslandsforseti myndi leggja verksmiðjunni lið, en eins og áður segir heyra nú hvalveiðar okkar beint undir hann þar sem þær eru fullveldismál.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun