Norðurslóðir í brennidepli Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. október 2013 06:00 Þessa vikuna eru haldnar þrjár spennandi alþjóðaráðstefnur á Íslandi þar sem norðurskautssvæðið er í brennidepli. Skoðanaskipti og umræða um norðurslóðamál eru rauður þráður í stefnu íslenska stjórnvalda og styrkir ábyrga stefnumótun um málefni svæðisins. Yfirskrift og inntak ráðstefnuhaldsins er víðtækt og tekur á málefnum sem eru efst á baugi í okkar heimshluta, m.a. orkumál, alþjóðalög og alþjóðasamstarf. Það er ekki tilviljun að tvær af þessum þremur ráðstefnum fara fram á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skrifstofum vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar í bæ, hefur um langt árabil haft forystu um fræðilega umræðu um málefni heimskautasvæða. Orkumálin eru umfjöllunarefni Orkuþings norðurslóða sem fer fram á Akureyri þessa dagana. Þingið er hluti af málefnavinnu starfshóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun sem Ísland og Bandaríkin leiða. Leit, vinnsla og nýting orkuauðlinda norðursins felur í sér áskoranir og tækifæri sem mikilvægt er að ræða. Alþjóðalög og lögfræðileg álitamál sem tengjast heimskautasvæðunum í suðri og norðri eru viðfangsefni ráðstefnu um heimskautarétt sem hefst á Akureyri 11. október á vegum Háskólans á Akureyri og Heimskautaréttarstofnunar. Viðbrögð við hraðfara breytingum á náttúrufari, samfélögum og auðlindanýtingu þurfa að eiga sér styrka stoð í alþjóðalögum. Jafnframt er brýnt að fjalla um það hvernig við bregðumst við breyttum veruleika, til dæmis í samningagerð og við stjórnun auðlinda. Það fer vel á því að heimskautaréttarráðstefnan teygi sig til Reykjavíkur 13. október. Þar rennur hún saman við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða, sem undir forystu hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er kröftugt innlegg í alþjóðlega umræðu um heimskautasvæðin. Íslensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla umfjöllun um norðurslóðamál. Það eykur skilning á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og styrkir stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Ráðstefnurnar eru allar þarft innlegg í þessa umræðu og það er fagnaðarefni að svo öflugt starf fari fram hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa vikuna eru haldnar þrjár spennandi alþjóðaráðstefnur á Íslandi þar sem norðurskautssvæðið er í brennidepli. Skoðanaskipti og umræða um norðurslóðamál eru rauður þráður í stefnu íslenska stjórnvalda og styrkir ábyrga stefnumótun um málefni svæðisins. Yfirskrift og inntak ráðstefnuhaldsins er víðtækt og tekur á málefnum sem eru efst á baugi í okkar heimshluta, m.a. orkumál, alþjóðalög og alþjóðasamstarf. Það er ekki tilviljun að tvær af þessum þremur ráðstefnum fara fram á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skrifstofum vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar í bæ, hefur um langt árabil haft forystu um fræðilega umræðu um málefni heimskautasvæða. Orkumálin eru umfjöllunarefni Orkuþings norðurslóða sem fer fram á Akureyri þessa dagana. Þingið er hluti af málefnavinnu starfshóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun sem Ísland og Bandaríkin leiða. Leit, vinnsla og nýting orkuauðlinda norðursins felur í sér áskoranir og tækifæri sem mikilvægt er að ræða. Alþjóðalög og lögfræðileg álitamál sem tengjast heimskautasvæðunum í suðri og norðri eru viðfangsefni ráðstefnu um heimskautarétt sem hefst á Akureyri 11. október á vegum Háskólans á Akureyri og Heimskautaréttarstofnunar. Viðbrögð við hraðfara breytingum á náttúrufari, samfélögum og auðlindanýtingu þurfa að eiga sér styrka stoð í alþjóðalögum. Jafnframt er brýnt að fjalla um það hvernig við bregðumst við breyttum veruleika, til dæmis í samningagerð og við stjórnun auðlinda. Það fer vel á því að heimskautaréttarráðstefnan teygi sig til Reykjavíkur 13. október. Þar rennur hún saman við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða, sem undir forystu hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er kröftugt innlegg í alþjóðlega umræðu um heimskautasvæðin. Íslensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla umfjöllun um norðurslóðamál. Það eykur skilning á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og styrkir stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Ráðstefnurnar eru allar þarft innlegg í þessa umræðu og það er fagnaðarefni að svo öflugt starf fari fram hér á landi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar