Í sókn á norðurslóðum Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Sjá meira
Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun