Ert þú aldrei í vinnunni? Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun